15. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 13:40


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:40
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 13:40
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:40
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:40
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:40
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:40
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 13:40
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 13:40

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði. Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Haraldur Benediktsson var fjarverandi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi kl. 16:12.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2020 Kl. 13:40
Til fundarins komu Atli Viðar Thorstensen frá Rauða krossi Íslands, Ragnar Schram frá SOS barnaþorpum, Guðrún Helga Bjarnadóttir frá Barnaheillum og Bjarni Gíslason frá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Kl. 14:20 - 14:49 fundarhlé.
Kl. 15:00. Jóhanna Fjóla Jónannesdóttir HVE, Markús Ingólfur Eiríksson HSS, Jón Helgi Björnsson HSN, Guðjón Hauksson HSH, Gylfi Ólafsson HSV og Ari Sigurðsson HSU.
Gestirnir kynntu umsagnir stofnana sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 16:30
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:31
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:32